10/05/2017

Ökunám

Á hverju byrja ég?

Ökunám til B-réttinda má hefja við 16 ára aldur.

  • Fyrsta skrefið við upphaf ökunáms er að hafa samband við ökukennara
  • Ökukennari aðstoðar nema í frammhaldi að velja ökuskóla samhliða kennslunni í bílnum.
  • Eftir að ökunemi hefur lokið Ö1(fyrsti hluti ökuskóla) og teknir hafa verið c.a. 10-12 ökutímar getur neminn farið í æfingarakstur með leiðbeinanda með samþykki kennara.
  • Þegar c.a. 2 mánuðir eru í 17 ára afmælið er gott að huga að því að fara í Ö2(mið hluti ökuskóla).
  • Þegar 12 verklegum tímum er lokið er hægt að fara að klára síðasta hluta ökuskólans, Ö3, og panta svo bóklega prófið í framhaldinu hjá Frumherja, en það má taka allt að 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælið.
  • Ökukennari sér svo um að panta verklegt ökupróf þegar hann telur nemann nægilega færan til að aka óstuddan í umferðinni.

B-réttindi

Nám til B réttinda (Almennra ökuréttinda) er skylda. Námið má hefja við 16 ára aldur. Réttindin fást við 17 ára aldur.
Verkleg kennsla er 16 – 24 kennslutímar. Bóklegt nám skiptist í tvennt. Ö1 og Ö2 sem eru 12 kennslustundir hver og er hvor hluti yfirleitt kenndur á þremur kvöldum. Bóklegu námseiðin eru haldin að jafnaði einu sinni í mánuði.
Áður en nemar sækja um æfingaleyfi þurfa þeir að taka 10 verklega tíma og Ö1 bóklega hlutann

Almenn ökuréttindi veita rétt til að stjórna:

  • fólksbifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns
  • sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna
  • fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd
  • fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins
  • dráttarvél
  • vinnuvel
  • léttu bifhjóli og torfærutæki, s.s. vélsleða.

Almenn ökuréttindi veita rétt til að stjórna:

  • samtengdum ökutækjum þar sem dráttartækið er í flokki B og leyfð heildarþyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg

Kostnaður

  • Verkleg kennsla, 15 – 20 kennslustundir, 14.500 kr. hver kennslustund
  • Ökuskóli 1 og 2 með námsgögnum  ca. 27.000 kr.
  • Ökuskóli 3 49.500 kr.
  • Bráðabirgðaökuskírteini  ca. 5.000 kr.
  • Skriflegt próf  6.580 kr. fyrir hvert skipti.
  • Verklegt próf  17.430 kr. fyrir hvert skipti.
  • Mynd í ökuskírteini